- Advertisement -

60 sagt upp hjá Ísfiski

Vilhjálmur Birgisson:„Formaður var rétt í þessu að koma af afar erfiðum starfsmannafundi sem forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Ísfisks héldu með starfsmönnum. En á þessum fundi þurfti fyrirtækið að tilkynna að öllum starfsmönnum væri sagt upp störfum frá og með mánaðamótum, en um er að ræða upp undir 60 starfsmenn.

Fram kom í máli forsvarsmanna fyrirtækisins, að allar uppsagnir séu gerðar með fyrirvara um að fyrirtækinu takist að endurfjármagna sig, en til þessa hefur það ekki tekist, en sú vinna er enn í gangi.

Það er óhægt að segja að þessi tíðindi séu enn eitt þunga höggið sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í atvinnumálum á liðnum árum og misserum, en rétt er að geta þess að stór hluti þeirra sem fengu þessi tíðindi í dag, gengu í gegnum uppsagnir þegar HB Grandi lokaði og hætti allri starfsemi á Akranesi árið 2017.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: