- Advertisement -

Há leiga fyrir myglaðar íbúðir

„Ef Félagsbústaðir ætla að leiga íbúðir til fólks hljóta þær að þurfa að vera í lagi. Það er ekkert vit í að kaupa og kaupa íbúðir, rukka háa leigu en bjóða síðan fólki upp á íbúðir sem leka, eru myglaðar eða næst ekki að kynda á vetrardögum,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir vegna þessa frá meirihlutanum í Reykjavík:

„Um er að ræða endurfjármögnun upp á 4,1 ma.kr. og lántöku vegna fjárfestinga fyrir 3,9 ma.kr. Hlutverk Félagsbústaða er að kaupa og reka íbúðir fyrir tekjulágt fólk í Reykjavík. Uppbygging íbúða og kaup Félagsbústaða á félagslegum íbúðum hefur verið gríðarleg á undanförnum árum og kallað á auknar lántökur líkt og venja er við fasteignakaup. Á árunum 2014-2020 fjölgaði íbúðum í eignasafni Félagsbústaða um 637. Athygli vekur að fulltrúar minnihlutans virðast bæði gagnrýna lántökur til kaupa á félagslegum íbúðum en á sama tíma vilja lækka leigu á íbúðunum, stórauka viðhald á þeim, útrýma biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsnæðisbætur til muna.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu: „Félagsbústaðir eiga að vera með sjálfbæran rekstur en ítrekað hefur félagið þurft að leita á náðir borgarinnar til að fá veð í skatttekjum hennar. Ekki er gert ráð fyrir því að hlutafélagið greiði borginni ábyrgðargjald vegna þessarar áhættu og ábyrgðar. Búið er að veðsetja yfir eitt hundrað milljarða af framtíðar skatttekjum borgarinnar í tengslum við lántökur dótturfélaga hennar.“

Þá var komið að Vigdísi Hauksdóttur Miðflokki: „Enn eru Félagsbústaðir að fá ábyrgð í tekjum komandi kynslóða – nú upp á 8 milljarða. Ábyrgð Reykjavíkur á skuldum Félagsbústaða er löngu hætt að vera ásættanleg fyrir útsvarsgreiðendur í Reykjavík.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: