- Advertisement -

Ragnar Þór bendir á það augljósa

Verkalýðshreyfingin þarf öfluga miðla til að koma skoðunum og hagsmunum hinna vinnandi stétta á framfæri.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Loksins fæst einhver verkalýðsleiðtogi til að segja það sem hefur blasað við um langa hríð. „Af hverju sé verkalýðshreyfingin ekki með öfluga miðla á sínum snærum?“ spyr Ragnar Þór formaður VR! Ef verkalýðshreyfingin sem er stærsta fjöldahreyfing á landinu ætlar að ná einhverjum raunverulegu valdi í samfélaginu þá verður hún að skipuleggja sig til sóknar, en hætta í vörninni. Og að sjálfsögðu þarf verkalýðshreyfingin öfluga miðla til að koma skoðunum og hagsmunum hinna vinnandi stétta á framfæri með myndarlegum hætti. Ég og fleiri hafa bent á þetta í mörgum statusum hér og annars staðar en enginn verkalýðsforingi hefur tekið almennilega undir.

Frábært hjá Ragnari Þór sem segir líka og bendir á það augljósa að verkalýðshreyfingin er peningalegt stórveldi sem vel getur haldið úti öflugum miðlum. „Við ættum að vera miklu skipulagðari í því að vera meira málsmetandi í orðræðunni og umræðunni. Vegna þess að hreyfingin er allt öðruvísi en hún var. Í dag er hún peningalegt stórveldi. Stéttarfélögin eru rík og liggja á gríðarlegum sjóðum, milljörðum. Og við höfum alla burði til að gera betur. Ég er alls ekki að segja að við séum handónýt en við getum gert svo miklu miklu betur. Og við eigum að sýna hvað í okkur býr því við erum með svo mikið á bak við okkur. Við eigum að vera það gildandi í orðræðunni að við eigum ekki að biðja um hlutina, við eigum að segja hvernig þeir eru gerðir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: