Inga segir að Jón Gunnarsson hafi ekki þurft langan tíma til að snúa Sigurði Inga.
Nú hinn skattaglaði Sigurður Ingi, formaður Framsóknar og samgönguráðherra, hið minnsta að nafninu til, hefur snúist í heilan hring, hið minnsta, þegar kemur að vegasköttum.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, rifjar upp ekki svo gömul ummæli Sigurðar Inga:
„Vísa hér í orð ráðherrans í viðtali sem Haukur Hólm, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, átti við hann þann 5.12. 2017 en þar segir samgönguráðherra engar áætlanir uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Nei, það er ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum, segir Sigurður Ingi. Fréttamaður: Þannig að það eru engar áætlanir um slíkar aðgerðir? Nei, þær voru lagðar til hliðar sem og ýmsar aðrar álögur sem stóð til að leggja á bíla, þó svo við séum að taka upp græna skatta eins og kolefnisskatta.“
Inga bætir við í grein sinni sem birtist í Mogga dagsins:
„Það tók fyrirrennara Sigurðar Inga ekki langan tíma að sannfæra hann um að ekkert væri í stöðunni annað en að auka skattbyrði á landsmenn. Fyrst skyldi taka tugmilljarða erlent lán til að flýta framkvæmdum við uppbyggingu samgöngukerfisins. Síðan senda afborganirnar á landsmenn alla eftir að framkvæmdum lyki. Já, nú er verið að undirbúa vegtolla á alla landsmenn í Alþingishúsinu við Austurvöll í boði Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra.“
Fyrir kosningar barðist Sigurður Ingi gegn vegasköttum og sagði hreint og klárt að ekki þurfi alltaf að hækka skatta: