- Advertisement -

5.12.2017 vísaði Sigurður Ingi vegasköttum út í hafsauga

Inga segir að Jón Gunnarsson hafi ekki þurft langan tíma til að snúa Sigurði Inga.

Nú hinn skattaglaði Sigurður Ingi, formaður Framsóknar og samgönguráðherra, hið minnsta að nafninu til, hefur snúist í heilan hring, hið minnsta, þegar kemur að vegasköttum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, rifjar upp ekki svo gömul ummæli Sigurðar Inga:

„Vísa hér í orð ráðherr­ans í viðtali sem Hauk­ur Hólm, fréttamaður á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins, átti við hann þann 5.12. 2017 en þar seg­ir sam­gönguráðherra eng­ar áætlan­ir uppi um veg­gjöld á helstu leiðum til og frá Reykja­vík. Nei, það er ekki staf­krók­ur um veg­gjöld í stjórn­arsátt­mál­an­um, seg­ir Sig­urður Ingi. Fréttamaður: Þannig að það eru eng­ar áætlan­ir um slík­ar aðgerðir? Nei, þær voru lagðar til hliðar sem og ýms­ar aðrar álög­ur sem stóð til að leggja á bíla, þó svo við séum að taka upp græna skatta eins og kol­efn­is­skatta.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Inga bætir við í grein sinni sem birtist í Mogga dagsins:

Jon Gunnarsson ætlar að reynast mikill örlagavaldur í pólitísku lífi Sigurðar Inga.

„Það tók fyr­ir­renn­ara Sig­urðar Inga ekki lang­an tíma að sann­færa hann um að ekk­ert væri í stöðunni annað en að auka skatt­byrði á lands­menn. Fyrst skyldi taka tug­millj­arða er­lent lán til að flýta fram­kvæmd­um við upp­bygg­ingu sam­göngu­kerf­is­ins. Síðan senda af­borg­an­irn­ar á lands­menn alla eft­ir að fram­kvæmd­um lyki. Já, nú er verið að und­ir­búa vegtolla á alla lands­menn í Alþing­is­hús­inu við Aust­ur­völl í boði Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sam­gönguráðherra.“

Fyrir kosningar barðist Sigurður Ingi gegn vegasköttum og sagði hreint og klárt að ekki þurfi alltaf að hækka skatta:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: