- Advertisement -

Hagsmunir almennings og hinna fáu ríku og valdamiklu fara ekki alltaf saman

Gunnar Smári skrifar:

Varðandi ákvarðanir ríkisstjórnarinnar gagnvart kórónafaraldrinum og kreppunni sem honum fylgir, er gott að muna að hagsmunir almennings fara ekki saman við hagsmuni hinna fáu ríku og valdamiklu.

Með góðum vilja og endalausri trú á visku hinna ríku, gæti einhver sagt að til mjög mjög langs tíma fari þessir hagsmunir saman; til dæmis gagnvart eyðingu náttúrugæða og félagslegu réttlæti. Til lengri tíma skiptir það hin ríku og valdamiklu meira máli að viðhalda náttúrugæðum og sterku samfélagi en að auðgast til skamms tíma eða verja auð sinn fyrir snöggu áfalli.

Gallinn er hins vegar að allt kerfi hinna ríku og valdamiklu, öll menning þeirra og hugsun, öll tæki og tól, miða á skammtímahagnað. Það er trú þeirra að með því að horfa á skammtímahagnað muni þau best verja hagsmuni sína til lengri tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hverjum datt eiginlega sú vitleysa í hug.

Það er hinum ríku og valdamiklu því nánast eðlilegt að fórna lífsgæðum fjöldans, til dæmis um að lifa og starfa í smitlitlu eða smitlausu samfélagi, fyrir væntingar um skammtímahagnað sér til handa. Það er innbyggt í kerfið og vonlaust að fá hin ríku og valdamiklu til að efast, grunnur lífsspeki þeirra er að þeirra eigin þrá eftir auði og völdum sé drifkraftur mannfélagsins og ef hann fái ekki að stjórna í einu og öllu muni mannfélagið koðna niður.

Það er af þessum ástæðum, meðal annars, sem við þurfum að hrekja auðvaldið frá völdum. Það er óhæft til að taka ákvarðanir með hagsmuni hópsins að leiðarljósi, það er sannfært um að sínir skammtímahagsmunir séu ætíð langtímahagsmunir fjöldans.

Fyrsta skrefið í átt að bjartri framtíð er að leiða auðvaldið út úr hringnum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Kurteislega, það er bæði tilgangslaus og óþarft að skamma fólkið um of, það ræður ekki við sig.

En það mun jafna sig á endanum. Því til langs tíma hefur það sömu hagsmuni og annað fólk; að hér verði til réttlátt og gott samfélag. Það getur hins vegar aldrei leitt okkur þangað. Hverjum datt eiginlega sú vitleysa í hug.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: