Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir. Mynd: Úr einkasafni.

Fréttir

47 ára móðir og flugfreyja dúxaði með 9,88: „Að vera skipu­lagður skipt­ir öllu“

By Ritstjórn

June 19, 2022

47 ára móðir og flug­freyja til 20 ára, Guðrún Ýr Sig­björns­dótt­ir, út­skrifaðist á dög­un­um úr ÍAK einkaþjálf­un hjá Heilsuaka­demíu Keil­is með glans; hlaut meðal­ein­kunn­ina 9,88.

„Ég fann mig strax á fyrsta degi eft­ir að hafa verið í flug­freyjugall­an­um og í háum hæl­um síðastliðin 20 ár, að mæta í skól­ann og að fá að vera í mín­um íþrótta­föt­um og hitta fólk sem brenn­ur fyr­ir hreyf­ingu og íþrótt­um,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við vefmiðilinn mbl.is.

Að hennar mati er það skipu­lagið sem mestu máli skipt­ir: En Guðrún er orðin hámenntuð kona; er einnig með BS próf í land­fræði frá HÍ og Hand­els­högskol­an í Gauta­borg, sem og MS próf í markaðsfræði- og alþjóðaviðskipt­um við HÍ.

Og þetta er ekki allt; sam­hliða námi sínu við Keili hef­ur Guðrún lagt stund á viðbót­ar­diplóm­u­nám á fram­halds­stigi í mennt­un fram­halds­skóla­kenn­ara við HÍ.

„Að vera skipu­lagður skipt­ir öllu máli og að byrja strax að læra. Vinna jafnt og þétt yfir önn­ina,“ segir Guðrún sem kveðst vera þakk­lát fyr­ir tíma sinn í Heilsuaka­demíu Keil­is; seg­ir út­skrift­ar­dag­inn hafa verið hátíðleg­an.

„Hann var hátíðleg­ur og skemmti­leg­ur; það var at­höfn í Keili og svo hélt ég litla veislu fyr­ir fjöl­skyldu og vini heima. Ég er alltaf að út­skrif­ast úr ein­hverju; mamma sagðist ein­mitt ekki ætla að mæta þar sem hún hef­ur mætt í alltof marg­ar út­skrift­ir hjá mér“ seg­ir hún í léttum dúr.

En hvað er næst á dagskrá hjá dúxinum Guðrúnu?

„Ég er bú­inn að fá vinnu hjá Hreyf­ingu með haust­inu, og ég mun kenna tíma sem heita hlaup og lyft­ing­ar. Í dag er ég ut­an­vega­hlaup­ari og það er sú hreyf­ing sem ég stunda mest. Hlaup­ar­ar eru voðal­ega lat­ir við að stunda styrktaræf­ing­ar, og það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir hlaup­ara að stunda slík­ar æf­ing­ar þar sem þær geta komið í veg fyr­ir meiðsli.“