- Advertisement -

Svíkja öryrkja og eldri borga um 46 milljarða – ár hvert

Inga Sæland spurði Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra þessara spurninga:

  • Hvaða áhrif hefði það á árlegan kostnað ríkissjóðs við almannatryggingakerfið:
  •      a.      ef hætt yrði við allar skerðingar á ellilífeyri lífeyrisþega, 
  •      b.      ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega, 
  •      c.      ef ellilífeyrisþegar væru með 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna? 

Í svarinu segir:

„Í eftirfarandi töflu má sjá hvaða áhrif framangreindar leiðir hefðu á árlegan kostnað ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef eingöngu er miðað við ellilífeyrisþega. Leið a sýnir árlegan kostnað ríkissjóðs ef hætt yrði við allar skerðingar á ellilífeyri, leið b ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og leið c ef ellilífeyrisþegar væru með 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna. Allar tölur eru í milljónum króna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Leiðabc
Ellilí­f­eyr­ir38.51233.90714.387
Heim­il­is­upp­bót2.3432.1501.061
Ein­greiðslur1.5551.499627
Sam­tals42.41037.55616.075

Leiðir a og c eiga eingöngu við um ellilífeyrisþega. Í leið b er óskað upplýsinga um kostnað ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega. Sá liður gæti því einnig átt við um örorkulífeyrisþega en kostnaður við að hætta öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega kemur fram í eftirfarandi töflu. Allar tölur eru í milljónum króna. 

Samtals yrði kostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið, ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna bæði elli- og örorkulífeyrisþega, því 46.554 millj. kr. Tekið skal fram að lífeyrissjóðstekjur hafa hvorki áhrif á fjárhæð örorkulífeyris né aldurstengdrar örorkuuppbótar. 
    Þess ber að geta að framangreindir útreikningar ná einungis til þeirra sem hafa fengið ákvarðaðan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Til viðbótar eru um 6.600 einstaklingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkrunarheimili né sjúkrastofnunum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofnuninni. Ekki er hægt að áætla hversu margir þessara einstaklinga hafa ekki sótt um ellilífeyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekjuskerðingar ellilífeyris hefðu verið afnumdar eða dregið verulega úr þeim. Það er því erfitt að áætla hver kostnaður ríkissjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir einstaklingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostnaðurinn rúmlega 20.000 millj. kr. á ári. Líklega yrði kostnaðurinn þó lægri þar sem ólíklegt er að allir ættu rétt til ellilífeyris eða fulls lífeyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frestunar á töku lífeyris hefðu áhrif til lækkunar fjárhæðarinnar. 
    Þess skal getið að í framangreindum útreikningum er ekki reiknað með auknum tekjum sem ríkissjóður gæti haft, t.d. í formi aukinna skatta, ef hætt yrði við allar skerðingar á ellilífeyri lífeyrisþega. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: