- Advertisement -

45 MILLJARÐAR TIL HINNA RÍKU

- dæmi af óbirtum síðum fjárlagafrumvarpsins.

Gunnar Smári skrifar: Í umræðu um fjárlög er oft rætt úr frá því hvort ríkissjóður eigi fyrir hinu eða þessu. Þetta er æði villandi því Alþingi getur ákveðið hvort ríkissjóður eigi efni á hinu eða þessu, það hefur ekki aðeins vald til að ráðstafa skattfé heldur líka vald til að leggja á skatta. Og sem kunnugt er hefur Alþingi fyrst og fremst notað þetta vald sitt til að lækka skatta á hina betur settu og flutt skattbyrðina yfir á þá sem standa verr, mest á þá sem standa illa.

Ef við tökum tvo skattstofna sem Alþingið hefur fellt niður skatta á eða lækkað stórlega sést þetta vel. Eignaskattar voru 1,45% þegar þeir voru lagðir niður 2005 (ég man ekki skattleysismörkin, en minnir að þau hafi verið nálægt 5 m. kr. í hreina eign á hvern einstaklinginn að núvirði). Skattprósenta fjármagnstekjuskatts er hérlendis um 13,3 prósentustigum lægri en meðaltal Norðurlandanna (frítekjumark er 100 þús. kr. á einstakling). Ef við leggjum aftur á eignaskatt (sem var innheimtur á Íslandi í rétt tæplega þúsund ár, áður en nýfrjálshyggjan varð að þjóðtrú) og lögum fjármagnstekjuskattinn að meðaltali Norðurlandanna þá myndu þessir tveir skattar leggjast svona á tekjutíundir, samkvæmt skattframtölum:

  1. tíund: 0 milljónir króna
    2. tíund: 0 milljónir króna
    3. tíund: 0 milljónir króna
    4. tíund: 2.054 milljónir króna
    5. tíund: 2.943 milljónir króna
    6. tíund: 3.696 milljónir króna
    7. tíund: 7.601 milljónir króna
    8. tíund: 10.757 milljónir króna
    9. tíund: 13.507 milljónir króna
    10. tíund: 45.406 milljónir króna

Þetta sýnir ekki aðeins hvað myndi gerast ef við tækjum upp skattheimtu eins og tíðkast í nágrannalöndunum, eða eins og var hér fyrir örfáum árum; heldur sýnir þetta líka það sem hefur gerst. Skattalækkanir nýfrjálshyggjuáranna þjónuðu fyrst og síðast hinum allra auðugustu. Millirekjuhóparnir, 4., 5., 6., 7. og 8. tekjutíundirnar greiddu fyrir sína skattalækkun með aukinni gjaldtöku innan heilbrigðis- og menntakerfisins annars vegar og hins vegar með hækkun á tekjuskatti einstaklinga. Það eru aðeins hin allra best settu sem héldu sínum skattalækkunum. Og höfum í huga að þetta sýnir aðeins áhrifin af fjármagnstekju- og eignaskatti. Ef við settum inn tekjuskattsbreytingar þá kæmi í ljós að hin lökust settu komu ekki út á sléttu heldur þurftu að borga fyrir skattalækkun hinna ríku með auknum tekjuskatti, lægri bótum út úr skattkerfinu og hærri gjöldum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En þessi breyting, lækkun fjármagnstekjuskatts og afnám eignaskatta, færði 86 milljarða króna úr ríkissjóði (á ársgrundvelli; ígildi leiðréttingarinnar margfrægu á hverju ári) frá sameiginlegum sjóðum og fyrst og fremst til hinna allra best settu. Þetta eru upplýsingarnar sem ættu að vera fremst í fjárlagafrumvarpinu, listi yfir framlög til hinna ríku.

Það sem gerðist hér á nýfrjálshyggjuárunum var að hin allra ríkustu náðu völdum þegar almenningur missti baráttutæki sín í hendur stjórnmálaelítu, sem gekk í lið með hinum ríku. Og hin ríku notuðu völd sín til að hrifsa til sín eignir og sjóði almennings. Margt fólk er að vakna upp við þá stöðu. Og spyr: Hvað gerum við nú?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: