Gunnar Smári skrifar:
Það voru nokkur í Silfrinu svona líka ánægð með að ríkið hefði selt 57,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka á rúma 102 milljarða króna. Héldu því að þessi verðmæti hefðu orðið til við söluna. Þessi hlutur er nú metinn á 147 milljarða króna. Samkvæmt því hefur ríkisstjórnin selt 147 milljarða hlut almennings til hinna fáu ríku á um 45 milljarða lægri verði en raunverulegt virði hans er. Það er nú öll snilldin. Ekki að undra að allir sem hringt var í vildu kaupa og flestir meira en var í boði. Þessi einkavæðing er orðin meira hneyksli en síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn stóð að bankasölu.
45 milljarða gjöf til hinna ríku er álíka og hálfur nýr Landspítali. Og þetta er aðeins hluti þess sem ríkisstjórnin hefur fært hinum ríku á liðnum misserum.