Fréttir

Höfum ekki svikið kosningaloforð

By Miðjan

March 13, 2014

„Það hefur ekkert kosningaloforð verið svikið, ekki enn,“ sagði Kristján Þór Júlíusson á Alþingi, þegar Helgi Hjörvar spurði hann út í loforð sem Kristján Þór gaf kjósendum Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar 2013.

Helgi sagði að í kosningablaði sjálfstæðismanna fyrir norðan hafi Kristján Þór sagt að hann vildi tafarlasut kosningar um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. „Það er ekki heiðarlegt að halda því fram að kosningaloforð hafi verið svikin,“ sagði Kristján Þór og benti á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokiksins, hafi lýst yfir vilja til að þjóðin komi að málinu.