- Advertisement -

Þurfum að halda uppi eftirspurn

Íslensk og norsk stjórnvöld þurfa að fara strax í að undirbúa frekari inngrip í efnahagslíf landanna.

Lilja Mósesdóttir skrifar:

Efnahagsaðgerðirnar sem kynntar voru í gær, nema um 7,8% af landsframleiðslu skv. glærupakka stjórnvalda. Efnahagsaðgerðarpakki norskra stjórnvalda er álíka stór, þ.e. um 7,9% af landsframleiðslu. Olíu- og gasgeirinn er innifalinn í landsframleiðslu Norðmanna, þar sem stjórnvöld eru að hugleiða að nota olíusjóðinn til að fjármagna hluta aðgerðanna. Ef olíu- og gasgeirinn er ekki talinn með nemur núverandi aðgerðarpakki norskra stjórnvalda 9,6% af landsframleiðslu (fastlandsøkonomien).

Bæði íslensk stjórnvöld og þau norsku hafa boðað frekari aðgerðir. Aðgerðarpakki danskra stjórnvalda er mun stærri eða áætlaður um 13% af landsframleiðslu.

Íslensk og norsk stjórnvöld þurfa að fara strax í að undirbúa frekari inngrip í efnahagslíf landanna. Það mun kosta skattgreiðendur meira að gera of lítið en of mikið.

Nú gildir að atvinnurekendur haldi í starfsfólk sitt og að allir versli sem mest við íslensk fyrirtæki og fresti ekki kaupum, viðhaldi og fjárfestingum. Sýnum samstöðu og höldum uppi eftirspurn í hagkerfinu til að lágmarka atvinnuleysi!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: