Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar:
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði eru langir hjá borginni. 764 manneskjur voru enn á biðlista eftir slíku húsnæði í upphafi þessa mánaðar. Á bak við þann fjölda eru 383 börn sem bíða eftir því að komast í öruggt skjól. Það er ekkert barnvænt við borg sem lætur börn og fjölskyldur þeirra búa við ótryggar húsnæðisaðstæður.