Vilhjálmur Birgisson skrifar:Það er óhætt að segja að það sé að ganga yfir almenna vinnumarkaðinn algjörar hamfarir hvað atvinnuöryggi varðar. En eins og fram hefur komið í fréttum eru um 50 þúsund manns að fullu eða hluta komnir á atvinnuleysisbætur og nánast allir starfa á hinum almenna vinnumarkaði.
Árið 2019 voru um 140 þúsund starfandi á almenna vinnumarkaðnum og upp undir 60 þúsund manns störfuðu hjá hinu opinbera.
Eins og áður sagði þá blasir það við að nánast allir af þessum 50 þúsund sem eru komnir að fullu eða hluta á atvinnuleysisbætur starfa á almenna vinnumarkaðnum. Það þýðir að rétt tæp 37% af launafólki sem starfar á hinum almenna vinnumarkaði er komið að fullu eða hluta á atvinnuleysisbætur.
Það er þyngra en tárum taki hvað atvinnuöryggi launafólks á hinum almenna vinnumarkaði er lítið sem ekkert þegar á reynir. Maður hlýtur að spyrja sig hvernig eigum við að geta rekið þetta góða samfélag okkar, þegar 37% af launafólki sem skapar gjaldeyristekjur þjóðarinnar er orðið atvinnulaust að hluta eða öllu leiti.