- Advertisement -

Sakar Miðflokkinn um útúrsnúninga

Það hlýtur einfaldlega að vera útúrsnúningur hjá háttvirtum þingmanni.

Hörð orðaskipti voru milli Ólafs Ísleifssonar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaugu Örnu finnst sem Ólafur fari frjálslega með þegar hann vitnar til álits fræðimanna, hvað varðar orkupakkann.

„Ég veit ekki betur en að það sé útúrsnúningur að nota ákveðin orð úr álitsgerð en vera síðan ósammála niðurstöðunni í sömu álitsgerð. Það hlýtur einfaldlega að vera útúrsnúningur hjá háttvirtum þingmanni. Það er einnig útúrsnúningur að tala um hvernig sérfræðingur talar um lagalega fyrirvara, sem taldi að þeir lagalegu fyrirvarar væru með öllu óþarfir af því að það væri ekkert í þriðja orkupakkanum sem gæfi tilefni til þess að þeir væru þarfir,“ sagði Áslaug Arna.

Ólafur Ísleifsson sat ekki þegjandi undir orðum Áslaugar Örnu, formanns utanríkismálanefndar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég get kannski ekki aðstoðað háttvirtan þingmann mikið við að finna hjá sér viðeigandi skilgreiningu á hugtakinu útúrsnúningur.“ Og: „Ég hef fullan skilning á því, herra forseti, að álitsgerð þeirra félaga sé eins og fleinn í holdi stuðningsmanna þessa máls vegna þess að hún er jörmunsterk og felur í sér mjög veigamikil rök fyrir því að þessi tillaga sé ótæk.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: