- Advertisement -

300 milljónunum skilað til þróunarsamvinnu

„Ég tel þessi fjárlög vera miklu meira tímamótaplagg en við höfum átt að venjast lengi. Ég tel að þarna séu hinar þrjár stoðir hagstjórnarinnar að vinna saman þar sem sérstaklega er hugað að því líka að þær álögur sem eru lækkaðar nýtist hinum tekjulægstu best og við séum með félagsleg sjónarmið að markmiði í þeirri innviðauppbyggingu sem á sér stað þannig að þessi fjárlög tel ég vera góð fjárlög,“ þetta er með því sem Katrín Jakobsdóttir sagði á þingi þegar greidd voru atkvæði um fjárlög næsta árs.

Fyrrum félagi hennar í VG, Andrés Ingi Jónsson er ekki eins sáttur og sagði þetta við atkvæðagreiðsluna:

„Hér í vor við afgreiðslu fjármálaáætlunar voru 300 milljónir millifærðar af þróunarsamvinnu til varnarmála. Góðu heilli hefur peningunum verið bætt aftur inn í þróunarsamvinnuna en eftir sitja þessar 300 milljónir sem bætt var við til að tryggja óbreytta starfsemi varnarmannvirkja á Keflavíkurvelli. Sú starfsemi er of mikil nú þegar og fréttir sumarsins af milljarðauppbyggingu sem fyrirhuguð er á vegum Bandaríkjanna á Keflavíkurvelli bæta ekki úr skák. Í vor studdi ég ekki þessa uppbyggingu með atkvæði mínu og gerir það ekki heldur nú.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: