- Advertisement -

300–400 milljónir er ekki stór upphæð

Allir þingmenn Suðurkjördæmis, nema Sigurður Ingi Jóhannsson og Smári McCarty, fylgja Ásmundi Friðrikssyni í baráttu um aukna peninga til uppbyggingar menningarhúss á Selfossi:

„Þetta er mikilvægt menningarverkefni sem kallar á skjótar ákvarðanir. Í sjálfu sér kostar þetta auðvitað 300–400 milljónir eins og ég hef sagt áður en það er ekki stór upphæð í því samhengi sem slíkt menningarhús myndi kosta frá grunni,“ sagði Ásmundur í þingræðu.

„Selfoss er orðinn má segja heimabær menningarinnar á Suðurlandi. Þar er gríðarlega öflugt menningarlíf og með því að ljúka þessum sal væri komið til móts við þá miklu þörf sem er ekki bara á Selfossi og í Árborg heldur líka í nágrannasveitarfélögunum sem sannarlega myndu nýta þá aðstöðu sem þarna yrði til boða,“ sagði Ásmundur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: