- Advertisement -

30 milljarða tap án ábyrgðar

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

„Vegna hinnar miklu tímapressu við lánveitinguna reyndist ekki unnt að fylgja starfsreglunum að öllu leyti enda geta slíkar reglur eingöngu verið leiðbeinandi en ekki bindandi þar sem ekki er alltaf hægt að sjá fyrir hvernig ástand í fjármálaáfalli raungerist.“

Þetta er að hluta til rétt. Verklagsreglur geta aldrei náð utan um allar aðstæður en þegar óvenjulegar aðstæður koma upp þar sem ákveðið er að fara ekki eftir verklagi þá skiptir gagnsæi og ábyrgð öllu máli.

Hvaða gagnsæi var í þessu máli? Ekkert. Hvaða ábyrgð hefur fylgt ákvörðuninni? Engin.

Afleiðingin er tap upp á rúma 30 milljarða króna og enginn þarf að standa reikningsskil á því. Það á að vera óásættanlegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: