Samvinnuhreyfingin var mikilvæg almannasamtök
Gunnar Smári: Í tilefni af Héraði, bíómynd sem fjallar um ógnarvöld Kaupfélags Skagfirðinga í samfélaginu í Skagafirði má hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndir Vidar Víkingssonar um Sambandið frá 1999. Samvinnuhreyfingin var ekki síður mikilvæg almannasamtök á síðustu öld en verkalýðshreyfingin og varð eins og hún fórnarlamb klíkuvæðingar og minnkandi virkni almennra félagsmanna í kjölfar þess. Það má vonast til að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sé hafin en það mun kosta mikil átök að endurvekja aftur upp samvinnuhreyfingu, en það er ekki síður nauðsynlegt. Hér er fyrsti hlutinn: