Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar um niðurstöðuna í Klaustursmálinu:
„Siðanefnd Alþingismanna fannst rétt að leyfa Önnu Kolbrúnu Árnadóttur og Sigmundi Davíð að „njóta vafans“ um hvort þau hafi verið að gera lítið úr Freyju Haraldsdóttur vegna fötlunar hennar á fundi þeirra á Klaustur bar. Til þess fannst þeim gögn málsins ekki nógu afgerandi.
Hér er handritsbrot frá fundinum:
Anna Kolbrún: Veistu það, ég hélt þú værir að auglýsa eftir Freyju Eyju áðan.
Gunnar Bragi: „Ég sagði bara KOMDU.“
Anna Kolbrún: „Nei, þú sagðir….[óskýrt] það er verið að kalla á okkur.
Sigmundur D: „Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á tveimur konum, Freyju og …“
– Eyju.
Já.
Freyju.
Eyju.
Bergþór : Freyju Haraldsdóttur?
Já.
Já.
(Hljóð sem líkist væli í kóp)
Og Albertínu.
NEI.
-NEI.
Karl Gauti: Díses kræst, mar.
Sigmundur: Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á́ tveimur konum, Freyju [hérna] …“
„Og Albertínu.“
„Þetta eru konur sem sameina þessa tvo menn.“
Mikið finnst mér sorglegt að siðanefnd hafi ekki getað sýnt Freyju þann virðingarvott að viðurkenna að minnsta kosti að brotið hafi verið gegn henni.
Kannski skýrist þessi óskiljanlega niðurstöðu gagnvart Freyju á þeirri furðulegu afstöðu siðanefndar að sannleiksgildi ummæla hafi ekkert vægi í mati nefndarinnar. Sannleikur, samhengi og ásetningur virðast allavega atriði sem siðanefnd á erfitt með að vega og meta.“