- Advertisement -

29 sinnum gjaldþrota á 7 árum

Atvinnulíf Sá einstaklingur, sem oftast hefur stjórnað fyrirtæki í gjaldþrot á síðustu sjö árum, hefur rekið 29 fyrirtæki í gjaldþrot á þeim tíma.  Á sjö árum, eða oftar en á þirggja mánaðafresti í sjö ár. Tveir hafa rekið 22 fyrirtæki í þrot á sjö árum, einn tuttugu fyrirtæki. Síðan eru nokkrir aðrir sem hafa rekið á annan tug fyrirtækja í þrot á sjö árum. Þetta kom fram í samantekt sem Alþýðusamband Íslands vann vegna kennitöluflakks.

Víða hefur verið fjallað um kennitöluflakk. Velferðarráðuneytið segir á heimasíðu sinni: „Oftast er þó átt við misnotkun eigenda í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar. Felst það í stofnun fyrirtækis í sama atvinnurekstri og það félag sem hefur verið úrskurðað gjaldþrota til að losa undirliggjandi rekstur undan fjárhagslegum skuldbindingum en viðhalda samt eignum. Í slíkum tilvikum sitja birgjar, ríkissjóður og launþegar eftir með kröfur sem ekki fást greiddar og aðrir verða að standa undir t.d. með framlögum í ábyrgðarsjóð launa, hærra vöruverði o.s.frv.“

Skaði samfélagsins vegna þess er mikill. Til að átta sig á samfélagslegu tjóni vegna gjaldþrota félaga með takmarkað ábyrgð má setja setja það í samhengi við þá staðreynd að heildarupphæð lýstra krafna í þau 995 þrotabú félaga sem uppgjöri var lokið á á tímabilinu 1. mars 2012 til 24. janúar 2013, var tæpir 166 milljarðar, en heimtur einungis rúmir 5,2 milljarðar, eða um 3,14%. Sambærilegar tölur fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 29. febrúar 2012, voru 1.236 þrotabú með lýstar kröfur upp á tæpa 236 milljarðar, en heimtur einungis tæpir 2,7 milljarðar, eða um 1,13%. Á þessu tæplega tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit. „Eignabruni“ upp á yfir 97% getur ekki bent til annars en að í miklu mæli hafi viðkomandi eignum verið skotið undan.  Sem sagt, 116 milljarðar töpuðust á innan við ári.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: