- Advertisement -

Hvar voru Davíð, Þorsteinn og Geir?


Of sögum er sagt þegar sagt er að 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins hafi verið fagnað í gær. Afmælisins var minnst, en því var ekki fagnað. Flokkurinn logar í illdeilum.

Af þeim myndum sem hafa birst af samkomunni vekur eftirtekt að Davíð Oddsson sést hvergi. Ekki heldur hinir tveir núlifandi fyrrverandi formenn flokksins, þeir Þorsteinn Pálsson og Geir H. Haarde.

Vissulega hefur Þorsteinn skipt um flokk og Geir starfar ytra. Kannski er eðlilegt að þeir hafi ekki mætt. Öðru gildir um Davíð. Hann er genginn til liðs við „stjórnarandstöðuna“ í flokknum.

Auðvitað er eftirtektarvert að Davíð hafi ekki einu sinni fengið að halda stutta ræðu. Þó ekki væri annað.

Þorgerður Katrín.

Helgin hefur verið nokkuð táknræn fyrir ástandið í flokknum. Bjarni formaður, af óútskýrðum ástæðum, skrifaði sína rýru grein í Fréttablaðið en ekki í málgagnið sjálft, þar sem Davíð er jú dyravörður.

Fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hélt upp á þriggja ára afmæli síns flokks með því að gróðursetja, ásamt sínum flokksfélögum, þrjú þúsund tré, en 90 ára flokkurinn lét duga að prúðbúið flokk gróðursetti 90 tré.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: