- Advertisement -

Hugsið ykkur ef komið hefði verið í veg fyrir þennan glæp nýfrjálshyggjunnar

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

 Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkalýðshreyfingin þarf að vera „alvöru“ hreyfing; herská hreyfing vinnandi fólks sem getur og mun beita sér af fullum pólitískum krafti og sýna með því þeim sem fara með völd svo ekki verður um villst að hún er „hættuleg“, mjög meðvituð um völd sín og tilbúin til að gera margt og mikið til að koma í veg fyrir að and-lýðræðislegar skemmdarverkaákvarðanir þeirra sem vinna fyrir forréttindahópa nái að brjóta niður það sem upp hefur verið byggt vegna vinnu og baráttu vinnuaflsins.

Páll Pétursson var félagsmálaráðherra:
„Þessu var mótmælt af verkalýðsfélögunum og bent á að þessar fullyrðingar félagsmálaráðherra stæðust enga skoðun. Ráðherrann gerði sig ómarktækan með svona yfirlýsingum.“

Hugsið ykkur ef komið hefði verið í veg fyrir þennan glæp nýfrjálshyggjunnar; hugsið ykkur ef við byggjum við manneskjulega nálgun á húsnæðismál, en hefðum ekki verið leidd inn á ógæfubraut eitraðrar hugmyndafræði? Hugsið ykkur ef hreyfingin hefði getað verið það sem hún á að vera; risavaxið fyrirbæri fjöldans, fær um að senda svo skýr skilaboð að spillt stjórnmálafólk þori einfaldlega ekki að fremja samfélagslega glæpi?

„Páll Pétursson félagsmálaráðherra var fjarri því að vera kátur með skýrslur starfshópa um húsnæðisvanda láglaunafólks í Reykjavík, m.a. kom fram árið 2003 biðlistar hefðu lengst eftir að félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður. „Það er fjarstæða að halda að leiguíbúðaskorturinn sé vegna þess að Íbúðalánasjóðurinn var settur á fót og breytt um húsnæðiskerfi,“ sagði Páll um þessi mál og hélt áfram : „Skorturinn kemur fyrst og fremst af því að það eru miklir fólksflutningar utan af landi og þar sem fólk getur ekki losnað við eignir sínar þar leitar það á leigumarkað hér. Í öðru lagi eru hjónaskilnaðir orðnir þannig að fjölskylda sem komst af með eina íbúð þarf allt í einu á tveimur að halda.“

Þessu var mótmælt af verkalýðsfélögunum og bent á að þessar fullyrðingar félagsmálaráðherra stæðust enga skoðun. Ráðherrann gerði sig ómarktækan með svona yfirlýsingum.

Í gögnum frá Hagstofu um búferlaflutninga milli landsbyggðar og Reykjavíkur kemur fram að á árunum 1995-1997 voru aðfluttir umfram brottflutta 1156 einstaklingar. Frá árinu 1998 þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður og fram til ársins 2002 að báðum árum meðtöldum voru aðfluttir umfram brottflutta til Reykjavíkur 652 einstaklingar eða helmingi minna en árin 1995-1997 þegar félagslega húsnæðiskerfið var í gildi.

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram það álit sérfræðings hjá Seðlabankanum að þessi lagabreyting hafi verið með verstu hagstjórnarmistökum í þingsögu landsins.

Tölur frá Hagstofu sýndu að lögskilnaðir frá 1998-2001, þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður, hefðu verið að meðaltali þessi ár 513 á ári, en ef tekið væri meðaltal áranna 1991-2001 er meðaltal lögskilnaða á ári 515.

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram það álit sérfræðings hjá Seðlabankanum að þessi lagabreyting hafi verið með verstu hagstjórnarmistökum í þingsögu landsins. Þar kemur einnig fram að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu margítrekað verið varaðir við afleiðingunum af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. En ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar létu það ávallt sem vind um eyru þjóta.“

(Hugsið ykkur að Davíð Oddsson starfi sem ritstjóri í skjóli forherts auðvalds og sendi frá sér ömurlegan og mannfjandsamlegan áróður á hverjum degi eins og ekkert sé?)


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: