- Advertisement -

23% Reykjavíkurfylgis Samfylkingar hvarf

„Maskína sundurgreinir fylgi flokkanna eftir ýmsum breytum. Það er því hægt að ráða í það hvaða hópar það eru sem hafa snúist frá Samfylkingunni að undanförnu,“ skrifar Gunnar Smári.

„Frá janúar til mars féll fylgið úr 17,1% í 13,7% eða um 3,4 prósentustig. Það má líka segja að 20% þeirra sem sögðust styðja flokkinn í janúar hafi yfirgefið hann í mars.

Fylgi meðal karla féll meira, eða úr 16,4% í 11,3% um 5,1 prósentustig, 31% karla yfirgaf flokkinn en aðeins 8% kvenna.

Flóttinn var mestur hjá fólki á miðjum aldri, 30-59 ára en minni meðal yngri en þrítugt eða eldri en sextugt. Mestur var flóttinn hjá fólki á fimmtugsaldri, þar fór fylgið úr 17,2% í 9,8%, 43% fólksins á þessum aldri hvarf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fylgistapið var mest á Austurlandi, síðan á Reykjanesi, Suðurlandi og í Reykjavík. Fylgið í Reykjavík fór úr 23,0% í 17,8%, 23% borgarfylgisins hvarf.

Minni munur er á menntun og tekjum. Segja má að fleiri meðal ómenntaðra og mikið menntaðra hafi farið en þeirra sem voru með framhaldsskóla, iðnmenntun eða grunnnám í háskóla. Svipað má segja um tekjur. Fólk á lægri tekjum og þeim hæstu fór síður en fólk með miðlungstekjur,“ skrifar Gunnar Smári og bætir við:

„Hvað merkir þetta? Þið getið spáð í það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: