- Advertisement -

ASÍ: Ríkisstjórnin hefur alið á ójöfnuði og misskiptingu

Samfélag „Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum snemma sumars árið 2013 hefur hún alið á ójöfnuði og misskiptingu,“ skrifar Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í forseti bréfi til félagsmanna sinna.

Óréttlát tekjuskipting veldur reiði

„Í skattalagabreytingum hefur ýmist verið lögð áhersla á að draga úr álögum á þá efna- og tekjumeiri, bæði fólks og fyrirtækja, eða færa álögur af lúxusvörum en viðhalda eða auka álögur á matvæli með þeim afleiðingum að misskipting eykst verulega. Þó þessi forgangsröðun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í tekju- og skattamálum komi ekki beinlínis á óvart er ljóst að þetta hefur torveldað verulega vinnu aðila vinnumarkaðar við að reyna að skapa grundvöll fyrir meiri sátt í samfélaginu. Fátt veldur jafn mikilli reiði meðal launafólks og almennings en óréttlát tekjuskipting,“ skrifar Gylfi.

Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hefur stóraukist

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ofaní þessa ólgu hefur veiking á tekjugrunni ríkissjóðs valdið því að endurreisn og uppbygging velferðarkerfisins í kjölfar hrunsins lætur bíða eftir sér og nýtur ekki nauðsynlegs forgangs. Þrengt hefur verið að aðgengi til náms, einkum í fullorðinsfræðslu og starfsmenntun, gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hefur stóraukist og biðlistar eru langir og aldraðir og öryrkjar fá ekki að njóta sömu kjaraþróunar og almennt gildir í landinu.“

Sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: