- Advertisement -

200-300 prósent álagning byggingafyrirtækja á íbúðarhúsnæði

Þór Saari skrifar:

Í þessari frétt kristallast það sem að er á bæði húsnæðismarkaði og í byggingageiranum hér á landi. Risastór verktaka- og fasteignafyrirtæki nánast einoka markaðinn og byggja íbúðir og selja á um og yfir 600.000 krónur fermetrann þegar byggingarkostnaður er um 240.000 krónur. Slík okur álagning næst eingöngu með samráði á fákeppnismarkaði.

Auk þess er verið að byggja gölluð og jafnvel ónýt hús samanber klúður ÍAV í stórbyggingum við Kirkjusand, en eftirlit með byggingaframkvæmdum er ekkert vegna þess að brengluð hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um „eftirlitsiðnaðinn“ hefur gert það að verkum að byggð eru ónýt hús. Byggingaeftirlit er ekkert og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var nýlega lögð niður með stuðningi Vistri-grænna og Framsóknarflokks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…í eigu bestu vina „aðal“…

Breiðholtið sællar minningar og fleiri hverfi voru steypt upp á sínum tíma með gallaðri steypu sem var framleidd hjá steypustöðvum í eigu bestu vina „aðal“ og svo mætti lengi telja. Brask með slíka grunnþörf allra eins og þak yfir höfuðið verður að stöðva, sem og það samráð sem leiðir til 200-300% álagningar byggingafyrirtækja á íbúðarhúsnæði. Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem Samkeppniseftirlitið ætti að skoða og því ætti að veita heimildir til að skipta upp fyrirtækjum í smærri einingar séu þau of fá í einhverjum tilteknum geira atvinnulífsins.

Svo þarf að sjálfsögðu að innleiða stefnu Sósíalistaflokksins um raunveruleg félagsleg úrræði í húsnæðismálum og endurlífga kerfi í anda Byggingafélags verkamanna þess tíma, sem veitti fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Hlustið á viðtalið, hér talar maður sem veit hvað hann er að segja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: