Fréttir

20 milljarða hagnaður bankanna

By Miðjan

May 06, 2023

„Mér varð hugsað til þess, þegar ég las fréttir í gær af 20 milljarða króna hagnaði bankana á fyrsta ársfjórðungi, að ég fékk afrit af greiðsluseðli lítils fyrirtækis í Hafnarfirði nýverið,“ skrifaði Framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson.

„Þar höfðu eigendur gleymt sér í heila 20 daga að greiða af tveimur lánum að upphæð 892.627kr. Við þessi 20 daga vanskil bættust 25.121kr. í dráttarvexti og annan vanskila kostnað (sem er mun hærri en dráttarvextirnir) líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Heildargreiðslan var því 917.778kr. Hér er um að ræða fyrirtæki sem hefur verið rekið áratugum saman á sömu kennitölu. Mér finnst þetta persónulega sláandi og ég verð að segja að mér þykir bæði eðlilegt og sjálfsagt að bankarnir stígi ölduna með almenningi og fyrirtækjum í landinu þessa stundina. Það virðast þeir ekki gera og má því vel spyrja sig að því hvort ekki sé tímabært að skattleggja þennan hagnað sérstaklega?“