- Advertisement -

2.844 hafa þegar skrifað undir

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: 2.844 hafa nú skrifað á undirskriftsöfnun aldraðra og öryrkja, þegar 5 dagar eru liðnir. Þetta er góður árangur. En betur má, ef duga skal. Herðum róðurinn; drögum ekki að skrifa og hættum að deila um smáatriði. Sýnum orofa samstöðu. Það er alveg skýrt að þessi undirskriftasöfnun snýst um baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja, það er lífeyrir sá sem ríkið og Tryggingastofnun skammta eldri borgurum og öryrkjum dugar ekki tilframfærslu.

Ríkið og Tryggingastofnun halda þessum aðilum við fátæktarmörk svo þeir geta ekki komist til læknis eða leyst út lyfin sín og eiga jafnvel ekki alltaf fyrir mat. Þetta eru mannréttindabrot. Þetta er brot á stjórnarskránni. Krafan nr 1 í undirskriftasöfnuninni er: ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM og ÖRYRKJAR ÞURFI EKKI AÐ KVÍÐA MORGUNDEGINUM.

Ekkert bólar á því enn, að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Þvert á móti er nú teflt fram hagfræðingum til þess að básúna út hvað allir hafi það gott. Kaupmáttur hafi aukist svo mikið. En aldraðirog öryrkjar hafa ekki fundið það á eigin skinni, a.m.k. ekki þeir sem fá „strípaðan lífeyri“ hungurlúsina frá ríki og TR.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi verða að sæta skerðingum og sköttum, þegar þeir ætla að njóta lífeyrissjóðsins. Þeit telja þetta eignaupptöku. Það verður næsta baráttumál að afnema skerðinguna og tryggja að eldri borgarar fái að nota sinn lífeyri úr lífeyrissjóði óskertan. En tökum eitt mál í einu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: