Fréttir

19 erlend félög með Íslandsflug á dagskrá í sumar

By Ritstjórn

January 28, 2021

Það má telja víst að áætlanir flugfélaga eigi eftir að halda áfram að breytast næstu mánuði. Óvissan er nefnilega ennþá mjög mikil um það hvenær fólk getur ferðast á milli landa og heimsálfa á ný. En eins og staðan er í dag munu erlend flugfélög standa fyrir nærri 18 ferðum á dag til Keflavíkurflugvallar í júní nk. Það er samdráttur um fimmtung frá sama mánuði 2019.

Framboð á flugi til og frá landinu er það sem skiptir mestu máli í rekstri íslenskra ferðaþjónustufyrirtæka í ár. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar meðal forsvarsfólks fyrirtækjanna sem kynnt var á fundi SAF og Íslenska ferðaklasans í gær.

Og það er skiljanlegt að í landi þar sem nærri allir ferðamenn koma fljúgandi að þessi þáttur vegi þungt í huga stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja.

Túristi hefur rýnt í flugáætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi sumar og hér er fyrsta samantekt af nokkrum sem birtast mun í vikunni um framboð á flug til og frá landinu næstu mánuði.

Við byrjum á erlendu flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli í maí og júní og berum saman við sama tímabili árið 2019.

Sjá nánar turisti.is.