Fréttir

Fyrirtæki keppi í jafnrétti

By Miðjan

June 23, 2014

Jafnrétti Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að á á jafnréttiráðstefnunni í Malmö, hafi komið fram að í Svíþjóð er búið að setja upp einskonarkeppni, keppni í tölum. „Fyrirtæki keppa í hver er með besta hlutfallið og það fær okkur til að hugsa hvers vegna er þetta svona í stað þess hverju verður að breyta. Þar skiptir stundaskráin miklu, hvenær eru fundir haldnir, þannig að horft verði til ungs fólks, fólks með fjölskyldur.“

Guðlaug nefndi nokkur dæmi um hvað má betur gera. Og sagði meðal annars: „Ef til að mynda konan sækir og sendir börnin í skólann, að hún missi þá ekki af öllum stjórnarfundum. Ég vona að umræðan sé að fara þangað. Að við spyrjum hvernig eigum við að leysa þetta en hætta að skilgreina að þetta sé út af því að.“