Fréttir

18. ræða sama manns um sama mál

By Miðjan

May 23, 2019

Jón Þór Þorvaldsson, sem varaþingmaður Miðflokksins mun í dag hefja átjándu ræðu sína um orkupakkann. Þá eru ekki meðtalin öll þau skipti sem hann hefur svarað andsvörum eða sjálfur komið upp í andsvörum við félaga sína í Miðflokknum.

Sigmundur Davíð formaður flokksins er ekki mikill eftirbátur Jóns Þórs. Sigmundur Davíð mun í dag flytja sína sextándu ræðu um orkupakkann.

Bergþór Ólason verður með sína fimmtándu ræðu.

Eftir að hafa fylgst nokkuð með Miðflokksmönnunum stendur eitt upp úr. Þeir hafa beint kastljósinu nokkuð að formanni utanríkisnefndar þingsins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún hefur sýnt af sér fagmennsku og hún heldur sig vel við málið sjálft. Áslaug Arna er greinilega eftirtektarverður þingmaður. Hefur í fullu tré við Miðflokksmennina.