Forysta Vg leitar til baklandsins
Athygli vekur að þátttakendum er ekki gefinn kostur á að merkja við Sósíalistaflokkinn.
Vinstri græn hafa fengið Gallup til að spyrja flokksfólk um frammistöðu flokksins í ríkisstjórninni. Þá er einnig spurt um frammistöði einstakra ráðherra, það er allra ráðherranna ellefu.
Vg spyr einnig hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn við næstu þingkosningar, og ef ekki þá hvers vegna.
Forysta Vg vill líka vita hvað fólki þykir um frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Ekki er vitað hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega
Víst er að óánægju gætir í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.
Í könnuninni er einnig spurt um fylgi við einstaka flokka, hvaða flokk fólk telur að það muni kjósa næst. Athygli vekur að þátttakendum er ekki gefinn kostur á að merkja við Sósíalistaflokkinn.