Sveitastjórnir „Hér er verið að samþykkja deiliskipulag fyrir 177 íbúðir við Vesturbugt en mjög jákvæð þróun hefur átt sér stað er varðar skipulag svæðisins meðal annars til að bæta birtuskilyrði með hærri jarðhæðum og létta á inngarði til að skapa skemmtilegra og sólríkara útisvæði. Kvöð um leikskóla fellur út þar sem aðstæður svæðisins eru ekki í takti við staðla Heilbrigðiseftirlitsins,“ segir í nýjustu fundargerð borgarráðs.
Ekki voru allir á eitt sáttir:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir uppbyggingu við Vesturbugt en telja að byggingarmagn sé of mikið miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar.“
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Flokki fólksins:
„Af hverju er verið að taka ákvörðun um að hætta við byggingu leikskóla? Kvöð um leikskóla er felld niður í nýrri útgáfu. Í fyrra skipulagi var áætlað að hafa leikskóla og gert ráð fyrir leikskólalóð en mikil þörf er á daggæslu á þessu svæði. Mjög erfitt er að fá pláss á leikskólum í miðbæ/Vesturbæ og börnin eru að komast inn 2-3 ára gömul.“