- Advertisement -

Lækkar hinna lægst launuðu

Gunnar Smári skrifar: Útvistun er einkavæðing, flutningur hluta skatttekna sem fara eiga til reksturs opinberra stofnana yfir til fyrirtækja í eigu hinna ríku. Útvistun eykur enn á einangrun hinna lægst launuðu, færir þau út úr starfsmannahóp opinberra starfsmanna yfir til fyrirtækja út í bæ, þar sem þau tilheyra hópi starfsmanna sem þau þó aldrei sjá eða hitta. 

Útvistun sparar opinberum stofnunum, og þar með skattgreiðendum, ekki krónu; hún lækkar hins vegar laun hinna lægst launuðu enn frekar. Þangað sækja hin ríku hagnað sinn, með því að þrýsta enn niður launum þeirra sem verst standa. Ríkissjóður tapar á útvistun, laun hinna lægst launuðu lækka og þau eyða minna en fé rennur til hinna ríku sem svíkja undan skatti, komast hjá skattgreiðslum (skattur af hagnaði miklum mun lægri en skattur á laun) og flytja fé út úr hagkerfinu til að fela það eða verja fyrir gengissveiflum krónunnar. O.s.frv.

Gabríel Benjamín, blaðamaður á Stundinni, segir hér frá starfi sínu við ræstingar og rekur hér hvernig hin ríku draga til sín fé og níðast á fólki gegnum útvistun og hversu innihaldslausar fullyrðingar hinna ríku (og þeirra sem þjóna hagsmunum þeirra) eru um að útvistun borgi sig, fyrir einhver (önnur en hin ríku).

-gse

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: