Þrír fasteignasalar skiluðu verðmati á Vonarstræti 4. Borgin hefur selt Íslandshótelum húsið og byggingarétt á lóðinni. Söluverðið er alls tæpar 470 milljónir króna. Sem er tæpum fimmtíu milljónum frá hæsta verðmati, sem var rúmar 517 milljónir króna. Lægsta matið var hins vegar upp á 370 milljónir.
Því er nærri 150 milljóna króna verðmunur á hæsta og lægsta verðmatinu á húsinu. Borgaryfirvöld sættust á að fara milliveginn.
Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina telja verðið sýna og sanna að salan á Laugavegi 4-6 hafi verið slök, langt undir eðlilegu verði. Því neita fulltrúa meirihlutans. „ Klór borgarstjóra til að breiða yfir pólitísk klúður við söluna og beina sjónum frá 200 millj. kr. tapi er aumt,“ segir i bókun Framsóknar um þetta mál.