- Advertisement -

140 ókláruð efnahagsbrot

Oddný Harðardóttir skrifar:

Oddný Harðaróttir.

Þetta er upplýsandi viðtal. Nú liggja 140 skattalagabrotamál ókláruð á borði efnahagsbrotaskrifstofu héraðssaksóknara. Flókin Samherjaskjöl væntanlega einnig þar til viðbótar til rannsóknar. Stjórnarflokkarnir felldu tillögu okkar í Samfylkingunni um aukin framlög til embættanna, héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segjast samt ætla að „tryggja“ þeim nægilegt fjármagn. Valdahrokinn slíkur að þau telja sig fara með fjárveitingarvaldið líka. Nær hefðu verið að búa til varasjóð fyrir héraðssaksóknara eins og lög um opinber fjármál gera ráð fyrir. Enginn varasjóður er til fyrir það embætti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Helgi Magnús segir í viðtalinu m.a. þetta: „Ákæruvaldið þarf að vera sjálfstætt. Með sjálfstæði á ég við að það séu engin utanaðkomandi öfl, peningaöfl eða pólitísk sem hafi áhrif á afgreiðslur sakamála. Það er mjög mikilvægt. Stærsti þátturinn í sjálfstæði ákæruvaldsins er að það hafi peninga til að sinna þeim verkefnum sem ákæruvaldið á að sinna. Besta leiðin til að skerða sjálfstæði ákæruvaldsins og skerða getu þess til að rannsaka og saksækja mál er að passa upp á að það hafi ekki næga peninga. Það er ósköp einfalt.“

Að veita skattrannsóknarstjóra ákæruvald tæki tvíverknað út við rannsókn mála. Ég hef lagt það til ásamt öðrum í þingflokki Samfylkingarinnar. Hér er slóð á þingmálið: https://www.althingi.is/altext/pdf/150/s/0677.pdf


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: