Fréttir

13.800 Íslendingar án atvinnu

By Miðjan

June 25, 2014

Vinnumarkaður Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2014 að jafnaði 195.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.600 starfandi og 13.800 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Sjá nánar hér.

Atvinnuþátttaka var 85,4%, hlutfall starfandi 79,4% og atvinnuleysi var 7,1%. Samanburður mælinga í maí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um tvö prósentustig og hlutfall starfandi jókst um 2,2 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 0,4 prósentustig.