Fréttir

120 milljónir aukalega í leikskólana

Borgin ver nýjum peningum til leikskólanna. Aðgerðir til að fá fólk til starfa. Hafnar að greiða til almennra starfsmanna.

By Miðjan

October 09, 2017

Samfélag Reykjavík grípur til aðgerða sem ætlað er að styrkja leikskóla borgarinnar í von um að dragi megi úr manneklu þar. Borgarráð er einnig einhuga um að ekki komi til greina að skerða vistunartíma barna í leikskólum þeirrar fjölskyldna sem eru í fæðingarorlofi.

Annars eru aðgeðirnar í nokrrum liðum. Fyrsti á að verja á 5,7 milljónum til heilsueflingar, rúmum fjórtan milljónum verður varið til að mæta auknu álgai og til að bæta liðsanda, rúmum 57 miilljónum til borga fyrir undirbúning með yfirvinnugreiðslum, 33 milljónir fari til fjölgunnar starfsmanna, tæpar tólf milljónir fara sem eingreiðsla til stjórnenda leikskólanna, leikskólar sem glíma við manneklu fá fimm milljónir til að kynna sig og þá verður leitað til fyrrum starfsmanna leikskólannaí von um að þeir snúi til baka.

Sjálfstæðismenn vildu að 21 milljón yrði varið til eingreiðslu til almennra starfsmanna leiskólanna. Því var hafnað samstundis.