- Advertisement -

11 ára rannsóknarnefnd almannavarna óstarfhæf þar sem reglugerð vantar

Þór Þorsteinsson:
Það er rannsóknarnefnd almannavarnanefnda, samkvæmt lögum almannavarnir frá 2008. Hún hefur aldrei verið starfandi.

„Ég fagna að þessi starfshópur eigi að starfa. Þessi starfshópur á reyndar að vera til. Hann á að hafa verið til í ellefu ár.  Það er rannsóknarnefnd almannavarnanefnda, samkvæmt lögum almannavarnir frá 2008. Hún hefur aldrei verið starfandi. Það er þá möguleiki að þessi starfshópur getið tekið við því hlutverki, ég veit það ekki,“ sagði Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Silfrinu í morgun.

Sérstakur starfshópur kemur saman á morgun til að rýna í stöðuna eftir óveðrið, viðbrögð, eftirmál og fleira. Samkvæmt því sem Þór sagði hefur hópurinn verið til frá árinu 2008 án þess að ríkisvaldið virðist vita af honum.

Alþingi samþykkti stofnun nefndarinnar árið 2008. Í lögunum segir um skyldur rannsóknarnefndarinnar:

Herrdís Sigurjónsdóttir:
„Ráðherra hefur kallað eftir að nefndin taki til starfa og vonandi verður það í vikunni.“

„Rannsóknarnefnd almannavarna starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum.
Rannsóknarnefnd almannavarna skal að loknu hættuástandi rannsaka þær viðbragðsáætlanir sem stuðst var við og viðbrögð viðbragðsaðila, þar á meðal vaktstöðvar samræmdrar neyðarsvörunar, samhæfingar- og stjórnstöðvar, lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og almannavarnanefnda.“

Um skipan nefndarinnar segir í lögunum frá 2008:

„Alþingi kýs þrjá menn og þrjá varamenn hlutfallskosningu til fimm ára til setu í rannsóknarnefnd almannavarna. Nefndin kýs sér formann. Með nefndinni starfar maður sem skal fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara.
Rannsóknarnefnd almannavarna skal virða þagnarskyldu um þau atvik sem henni eða starfsmönnum hennar verða kunn vegna starfa fyrir nefndina. Tekur þetta til hvers konar upplýsinga um einkahagi manna og annarra upplýsinga sem leynt eiga að fara vegna lögmætra einka- og almannahagsmuna. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum í þágu nefndarinnar.“

Herdís Sigurjónsdóttir var kjörinn formaður rannsóknarnefndar almannavarna árið 2016 en skipunartími hennar sem formaður er liðinn. Herdís var endurkjörin í nefndina í síðasta mánuði. Nefndarmenn hafa ekki skipt með sér verkum.

„Nefndin hefur komið saman en það er ekki búið að klára reglugerð um starfsemina,“ sagði Herdís í samtali við Miðjuna.

Herdís segir að það verði vonandi klárað í næstu viku.

„Við erum búin að kalla eftir að klárað verði að ganga frá reglugerð svo að verði starfsgrundvöllur fyrir nefndina,“ sagði Herdís.

Hún sagði að tíð ráðherraskipti í dómsmálaráðuneytinu hafi tafið fyrir. „Ráðherra hefur kallað eftir að nefndin taki til starfa og vonandi verður það í vikunni.“

Herdís segist vissulega hafa séð þörf fyrir að nefndin komi saman.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: