Greinar

100 orð um sölu sakavottorða

By Miðjan

February 20, 2020

Ekki er vitlausara né ruglaðra að geta selt eigið sakavottorð til erlendra glæpamanna, en þegar Landsvirkjun selur fölsk upprunavottorð til erlendra mengandi fyrirtækja. Við sem eigum hvít sakavottorð ættum að geta gert okkur gott úr ónotuðum sakavottorðum okkar.

Ég man ekki til að hafa nokkurn tíma þurft að nota sakavottorð. Það breytti því litlu þó í því stæði eitt og annað misfagurt. Landsvirkjun fær milljarð á ári fyrir fölsk upprunavottorð og klínir skömm kaupandans upp á saklausa Íslendinga.

Ótýndir glæpamenn munu eflaust vilja borga feitt fyrir gott sakavottorð. Ekki veitir okkur mörgum af. Þetta er nú meiri hringavitleysan allt saman.