Mynd: Vísir.

Fastir pennar

100 orð um slaka flugeldasýningu

By Miðjan

March 23, 2020

Flestir tipla á tánum vegna aðgerðanna sem ríkisstjórnin kynnti. „Stærsta efnahagsaðgerð“ Íslandssögunnar sagði Bjarni. 230 milljarðar, sagt og staðið.

Þegar pakkinn var opnaður blasti allt annað við. Bein framlög úr ríkissjóði verða kannski „aðeins“ þriðjungur af því sem var látið líta út sem beint framlag ríkissjóðs. Sumt fólk getur bara ekki sagt satt og rétt frá.

Ríkið ætlar að lána og ganga í ábyrgðir. Það er allt annað en bein framlög. Það er svo sem ágætt en rangt er að telja það sem bein framlög. Eins og var látið að liggja.

Flugeldasýningunni í Hörpu er lokið. Prikin eru komin niður.

-sme