- Advertisement -

100 orð um innsigli Bjarna og Katrínar

Í fyrstu sagðist Katrín hafa eina ófrávíkjanlega kröfu; að hún yrði forsætisráðherra. Eðlilega, sagði Bjarni. Nokkru síðar afhenti hann Katrínu lyklana að stjórnarráðshúsinu en hélt sjálfur völdunum.

Katrín var föst í klækjavef Bjarna. Hann vissi að hún ætti aldrei afturkvæmt úr ríkisstjórn sem ber hennar nafn og er hennar að nafninu til. Allir sjá og játa, upphátt eða í hljóði, að Bjarni hafði betur. Hann kunni leikinn.

Viðsnúningur Katrínar virðist algjör. Áfram heldur það sem kallað er „BjarnaBenvæðing“ Íslands.

Eftir undirskrift stjórnarsáttmálans var full tilefni til Bjarna að segja aðeins eitt orð; Bingó.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: