- Advertisement -

100 orð: Gulli hefur enga að tapa

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur engu að tapa þó hann takist á við Bjarna Ben um formennskuna. Bjarni er eflaust búinn að fá sinn tíma og rúmlega það.

Gulli á ekki upp á pallborðið hjá Bjarna. Að óbreyttu er inneign hans lítil, sem engin. Fyrir Gulla er þetta núna eða aldrei. Reikna má fastlega með að ef Bjarni verður endurkjörinn hætti hann áður en kemur að næsta landsfundi og þá mun Þórdís K.R. Gylfadóttir erfa formannsstólinn. Þar með munu allir væntingar Gulla um að komast í formannsstólinn að engu orðnar.

Því er það nú eða aldrei.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: