- Advertisement -

100 milljóna hneykslið

„Samt hef­ur hneyksli vik­unn­ar snú­ist um 100 millj­ón­ir króna, sem gjaf­mild­ir þing­menn í fjár­laga­nefnd vilja styrkja sjón­varps­stöðvar á lands­byggðinni með, þótt raun­ar komi vart nema ein slík til greina,“ segir í leiðara Moggans í dag. Þar er fjallað um N4 málið.

„Það er sama hvar niður ber í mál­inu, það er allt eins und­ar­legt og hugs­ast get­ur og nær óskilj­an­legt hvernig það fékk nokk­urn fram­gang í þing­legri meðferð, sem aft­ur vek­ur ýms­ar óþægi­leg­ar spurn­ing­ar um viðtek­in vinnu­brögð þeirra sem nú sitja á þingi.

Eft­ir því sem næst verður kom­ist var upp­haf máls­ins það að fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðvar­inn­ar N4 á Ak­ur­eyri, sem einkum send­ir út kostað efni en sinn­ir ekki frétta­flutn­ingi, sendi fjár­laga­nefnd er­indi með ósk um 100 millj­óna króna styrk, ella færi stöðin í þrot.

Þrátt fyr­ir að er­indið hafi fyr­ir mis­tök ekki verið birt á vef Alþing­is var þess­ari bón vel tekið í nefnd­inni, sem átti öll­um að óvör­um ekki í nein­um vanda með að finna 100 laus­ar millj­ón­ir. Svo skemmti­lega vill til að mág­ur fram­kvæmda­stjór­ans er einn af níu nefnd­ar­mönn­um. Hann tók raun­ar ekki þátt í af­greiðslu máls­ins, en skrifaði þó und­ir nefndarálitið um að samþykkja skyldi til­lög­una.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að baki ákvörðun­inni lá eng­in vinna, aðeins til­finn­ing nefnd­ar­manna. Þegar fundið var að þessu hafði Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, nefnd­ar­formaður og 3. þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, það helst til varna að auðvitað myndi nefnd­in ekki út­hluta styrkn­um, það kæmi í hlut menn­ing­ar­málaráðherra, sam­kvæmt út­hlut­un­ar­regl­um. Ekki verður þó séð að ráðherr­ann hefði mikið svig­rúm, enda varla til þess ætl­ast að út­hlut­un­in byggðist aðallega á geðþótta ráðherr­ans,“ segir í leiðara Moggans.

„Allt er þetta flaust­ur Alþingi til van­sæmd­ar og ekki til þess fallið að auka traust til þess. Sér­stak­lega á það auðvitað við um þing­menn­ina einn og átta í fjár­laga­nefnd, sem virt­ust ekk­ert sjá að þessu og héldu uppi vörn­um sem voru með mikl­um ólík­ind­um. Kannski þeim hafi ekki fund­ist muna um þessa ör­litlu skógjöf miðað við veisl­una alla. En það eru ekki alltaf jól­in og þing­menn eiga ekki að leika jóla­sveina,“ þannig endar leiðarinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: