- Advertisement -

1. maí – launahækkun fyrir ráðherra

Gunnar Smári skrifar:

Daginn sem á fimmta þúsund manns misstu vinnuna, til viðbótar við þær tugþúsundir sem þegar höfðu misst vinnu og hrapað í tekjum, hækkaði stjórnmálastéttin eigin laun.

Vá, hvað við eigum þetta skilið, sagði Katrín Jakobsdóttir.

Ef ekki væri fyrir okkur væri þetta fólk kannski ekki á atvinnuleysisbótum, sagði Bjarni Benediktsson, það var ég sem reddaði þeim.

Við erum best, sagði Katrín.

Og ég líka, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.

Já, einmitt, þú líka, sagði Katrín. Ég man eftir þér. Ég gleymi þér, en svo man ég alltaf eftir þér.

Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: