- Advertisement -

1. maí 1986

Við vorum í landi 1. maí. Ákváðum að fara á hótelið og borða góðan hádegisverð. Eitt tveggja manna borð var laust. Sem við þáðum.

– sme

Vorið og sumarið 1986 var ég stýrimaður á Gunnar Bjarnasyni. Við gerðum út frá Ísafirði. Ég og Gunni Gunn voru samherjar í mörgu. Þar með talin pólitíkin.

Við vorum í landi 1. maí. Ákváðum að fara á hótelið og borða góðan hádegisverð. Eitt tveggja manna borð var laust. Sem við þáðum.

Kveikt var á útvarpinu og komið var síðasta lagi fyrir fréttir. Síðasta lagið var Internationalinn. Ég var í fíflastuði og stóð upp þegar Njallinn byrjaði. Það varð til þess að allir gestir í salnum stóðu upp og starfsfólkið í salnum stoppaði sína vinnu rétt á meðan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég var flæktur í eigin neti. Ég hafði dæmt sjálfan  mig til að standa meðan Njallinn var leikinn. Allt til enda. Hláturinn ólgaði inn í mér.

Til hamingju með daginn. Baráttan hefur engan endi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: