- Advertisement -

1. desember verði almennur frídagur

Þorsteinn Sæmundsson vill að 1. desember verði almennir frídagur: … upp á síðkastið hefur þessi dagur verið helgaður doktorum og doktorsnemum og það er vel.

„Í nýlegri óformlegri skoðanakönnun lýstu 67% aðspurðra sig fylgjandi því að 1. desember yrði lögbundinn frídagur þannig að hægt væri að halda upp á hann með veglegri hætti en hefur verið gert undanfarið, án þess að ég ætli að gera lítið úr því sem Háskóli Íslands hefur gert þennan dag í fjölda ára og nú upp á síðkastið hefur þessi dagur verið helgaður doktorum og doktorsnemum og það er vel. Engu að síður æski ég þess að málið verði tekið til meðferðar í nefnd og komi að þeirri meðferð lokinni aftur inn í þingsal og að við afgreiðum málið í sameining,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þegar hann mælti fyrir frumvarpi um að 1. desember verði framvegis almennur frídagur. Hann sagði málið vera stórmál.

Þorsteinn gerði athugasemd við áhugaleysi þingmanna og fjarr veru þeirra: „Af fjölda þingmanna í þingsal er ekki að sjá að brennandi áhugi sé fyrir málinu en mér hefur verið bent á það í ræðum áður að það sé ekki til merkis um að menn hafi ekki áhuga á málinu að þeir streymi ekki upp í pontu og taki þátt í umræða um það og/eða sitji hér í þingsal þegar stórmál á borð við þetta er rætt. En ég vona engu að síður að alþingismenn fylgist með því að þetta frumvarp er fram komið og greiði leið þess í gegnum þingið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: