„Kostnaður vegna þeirra áfanga sem lokið hefur verið við nemur samtals um 860 milljónir, á verðlagi í október 2018. Unnið er að þriðja og síðasta áfanga heildarframkvæmdarinnar, sem eru innanhússframkvæmdir við austurhluta 2. og 3. hæðar hússins. Áætlaður kostnaður vegna þessa síðasta áfanga er um 560 milljónir. Gert er ráð fyrir að þessum lokaáfanga ljúki á seinni hluta ársins 2019.“
Þetta má lesa úr svari Bjarna Benediktssonar til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem spurðist fyrir um hver heildarkostnaðurinn verður vegna viðgerða á „húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Sigmundur Davíð bað um kostnaðurinn yrði skipt á fermetra.
„Meðalkostnaður á brúttófermetra vegna framkvæmdanna á verðlagi í október 2018 er 108 þúsund krónur vegna utanhússframkvæmda. Varðandi innanhússframkvæmdir er gert ráð fyrir að heildarkostnaður á brúttófermetra að loknum þriðja áfanga verksins nemi um 309 þúsund krónur,“ segir í svarinu.
Sigmundur Davíð spurði hvort gera mætti ráð fyrir ámóta kostnaðinn við viðgerð á eldri eignum Landspítalans. Bjarni sagði ómögulegt að svara því.
Hér er hægt að lesa fyrirspurnina og svörin.