1-1 og heimspressan
Árni Gunnarsson, skrifar: Það var gaman að fara yfir erlendu fréttamiðlana í kvöld. Fyrsta frétt hjá BBC klukkan 17:00 var jafntefli Íslands og Argentínu og vítaskotið frá Messi, sem Hannes varði. Allsstaðar tekið fram, að Ísland væri fámennasta ríki, sem hefði átt fulltrúa í Heimsmeistarakeppninni.
Á öllum Norðurlandastöðvunum voru langar fréttir og fréttaskýringar um leikinn. Ísland hefur aldeilis komist í heimsfréttirnar, hvorki vegan eldgosa né hruns, heldur vegan árangurs í keppni við milljónaþjóðir. Við megum vera stolt og montin, en höfum hógværðina með.