- Advertisement -

Níu milljörðum meira til öryrkja

Vg segir að í fyrstu tveimur fjárlögum núverandi ríkisstjórnar hafi útgjöld til samfélagsins aukist um tæpa 90 milljarða. Sem er; „…orðin tvöfalt meiri aukning ríkisútgjalda en Vinstri græn töluðu fyrir að þyrfti að verða á heilu kjörtímabili í aðdraganda þingkosninganna fyrir rúmu ári.“

„Í þessum fyrstu tvennu fjárlögum hafa framlög til öryrkja aukist um 9 milljarða,“ segir í  Föstudagspósti Vg.

„Í síðustu fjárlögum voru þau aukin um 55 milljarða og nú verða þau aukin um 34 milljarða,“ segir í pósti Vg.

„Milli umræðna í þinginu hefur verið ákveðið að setja fé í þrjú verkefni. Þau eiga það sameiginlegt að hafa áhrif á fólk víðs vegar um landið. Framlög til SÁÁ verða aukin um 150 milljónir króna og fjárlaganefnd beinir þeim tilmælum til Velferðarráðuneytisins að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við SÁÁ um göngudeildarþjónustu til að tryggja öruggt aðgengi að sjúklinga að göngudeildum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: