Það er Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG, sem gagnrýnir skertar lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til þeirra aldraðra og öryrkja, sem búið hafa að einhverju leyti erlendis. En þá skerðir Tryggingastofnun lífeyrsgreiðslur til þeirra.
Steinunn Þóra sendi félags-og jafnréttismálaráðherra fyrir spurn um málið. Í svarinu kom fram, að á síðasta ári hafi rúmega 3000 aldraðir og öryrkjar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Aldraðir voru 1762 og öryrkjar 1330 og þeir, sem voru í endurhæfingu 82.
Steinunn Þóra segir, að breyta þurfi kerfinu til þess að bæta úr þessu; margir í þessum hópi búi við sára fátækt. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalginu eru dæmi um, að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund á mánuði. Alls voru 1240 úr umræddum hóp, sem búið hafði erlendis með heildartekjur undir framfærsluviðmiði.
Svo virðist sem í framangreindum hópi séu einstaklingar, sem eru verr staddir en nokkrir aðrir af öldruðum og öryrkjum. Vissulega er nauðsynlegt að bæta hag þessa fólk. Það hefur ekki nóg til framfærslu. En jafn mikilvægt er að leysa vanda þeirra aldraðra og öryrkja sem alltaf hafa búið á Íslandi en hafa samt ekki nóg til framfærslu, eru á svokölluðum „strípuðum lífeyri“. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu.
Og ríkisstjórn VG lokar einnig augunum fyrir vanda þessa hóps þrátt fyrir falleg orð VG fyrir kosningar.
Björgvin Guðmundsson.